Loftsíur / Pipercoss loftsíur

Pipercross síur eru ,,foam" filterar. Með þessum síum er fengið aukið loftflæði inn á vélina sem þýðir aukinn kraftur í formi meira togs og hestafla. Bílvél gengur fyrir tvennu: bensíni og súrefni, besta blandan er í kringum 1:15. Nútíma bílar hafa tölvu sem stýrir réttri blöndu lofts og bensíns. Þegar loftflæði er aukið bregst tölvan við með því að auka bensín á móti sem þýðir meiri kraftur. Auk þess sem orka sparast sem annars þarf til að sjúga loft gegnum pappasíu og því verður bíllinn líka sparneytnari í rólegum akstri. Þrátt fyrir meira loftflæði síar Pipercross filter betur fínar rykagnir heldur en venjuleg pappasía. Filterarnir eru olíbornir og eru þannig eilífðarsíur sem hægt er að hreinsa.

Keilulaga síur sem ekki eru lokaðar af í boxi eru þrifnar á 15-25.000 km fresti en þær sem eru í boxi, sem koma í stað upprunalegu pappasíunar, eru þrifnar á 40-60.000 km fresti.


« Til baka